Í tilefni 160 ára afmælis Þjóðminjasafnsins eru í fyrsta skipti dýrgripir íslenskrar listasögu, öll fimmtán Refilsaumklæðin sem hafa varðveist, komin saman á einum stað á sýningunni, Með verkum handanna / Creative Hands. Elstu klæðin eru frá því rétt fyrir 1400, það yngsta nær 300 árum yngra frá árinu 1677. Níu eru varðveitt á Þjóðminjasafninu, hin eru fengin að láni frá Louvre í París, Nationalmuseet í Kaupmannahöfn og frá Rijksmuseum Twenthe í Enschede, Hollandi. Eins og segir í sýningarskrá er refilsaumur saumgerð sem dregur nafn sitt af orðinu refill. Reflar voru skrautleg tjöld úr ull eða líni sem höfð voru til þess að tjalda innan bæði kirkjur og híbýli fólks fyrr á tíð. Refilsaumur er aðeins eitt útsaumsspora sem notuð voru á miðöldum og er afbrigði af útsaumi sem nefndur er lagður saumur. Þessi meistaraverk íslenskrar miðaldalistar voru unnin af listfengum konum sem bjuggu yfir þekkingu og þjálfun í vefnaði og útsaumi. Sýningin er árangur og niðurstöður áratugarannsókna Elsu E. Guðjónsson (1924-2010) á refilsaumi. Elsa starfaði á Þjóðminjasafni Íslands í meira en þrjá áratugi. Í tilefni sýningarinnar kemur út 400 síðna stórglæsileg bók Með verkum handanna gefin út af Þjóðminjasafninu, eftir Elsu.

Frá sýningunni Með verkum handanna / Creative Hands, á Þjóðminjasafninu

Frá sýningunni Með verkum handanna / Creative Hands, á Þjóðminjasafninu

Frá sýningunni Með verkum handanna / Creative Hands, á Þjóðminjasafninu

Frá sýningunni Með verkum handanna / Creative Hands, á Þjóðminjasafninu

Frá sýningunni Með verkum handanna / Creative Hands, á Þjóðminjasafninu

Frá sýningunni Með verkum handanna / Creative Hands, á Þjóðminjasafninu

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 08/11/2023 – A7C : FE 1.4/24mm GM