Esja, já Esjan

Hún er bara þarna, steinrunnin og falleg þar sem hún rís hátt í þúsund metra upp til himins bæjarfjall Reykjavíkur, Esjan. Hún skýlir okkur höfuðborgarbúum líka fyrir kaldri norðanáttinni. Fjallið er ekki bara fallegt, og nafnið sérstakt. Guðrún Kvaran prófessor í íslensku, er ekki viss hvaðan nafnið á fjallinu kemur, hvort það sé norrænt eða gelískt þegar hún svaraði á Vísindavefnum um tilurð nafnsins. Ein tillagan er að rétt eftir að Ísland byggðist kom í Kollafjörð, undir Esju, rík ekkja frá Írlandi sem hét Esja. Í Kjalnesingasögu kemur sagan fram, en fjallið kemur ekki við sögu. Aðrir halda því fram að nafn konunnar komi á eftir fjallinu. Líklegasta skýringin á Esja er því sú að um norrænt nafn sé að ræða. Í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu. Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’. Allavega er Esjan aldrei fallegri en á þessum árstíma, þegar lág vetrarsólin lýsir upp hvítan feld fjallsins. Býr til mynd / myndir sem eru hér, með Reykjavík í forgrunni.

Suðurhlíðar Kópavogs, Esjan í bakgrunni
Esjan frá Sundahöfn
Viðey, með Esjuna í bakgrunni
Bryggjuhverfið og Grafarvogur í Reykjavík í forgrunni, Esjan í bakgrunni
Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason í forgrunni, upplýst Esjan við sólsetur klukkan 15:04 í bakgrunni

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 30/11/2023 –  A7R IV, RX1R II : FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/135mm GM, 2.0/35mm Z