Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands verða íbúar Íslands 750 þúsund eftir fimmtíu ár. Svipað og í Málmey í Svíþjóð eða Álaborg í Danmörku í dag. Nú erum við rétt tæplega 400 þúsund. Fyrir fimmtíu árum, árið 1973 vorum við rétt rúmlega 200 þúsund, eða nákvæmlega 210.912. Það sem fjölgar okkur svona hratt næstu áratugina er auðvitað aukning á innflytjendum. Innflytjendur eru í dag tæp 20% íbúa landsins. Eins að við lifum lengur. Lífslíkur kvenna við fæðingu, fer úr 84 árum í 89, og karla úr 81 árum í 84. Eftir tæp tuttugu ár verða fleiri íslendingar yfir sjötugt, en þeir sem eru yngri en tvítugt. Meðalaldur íslendinga hækkar úr 36 árum í 45 ár eftir hálfa öld. Lægstur meðalaldur í íbúa í dag er í Níger tæp 15 ár. Meira en tuttugu árum minna en á Íslandi. Icelandic Times / Land & Saga skrapp upp í Breiðholt í blíðviðrinu í dag til að mynda blokk og blokkir, þar sem stór hluti íbúa fjögurhundruð þúsund íbúa landsins eiga heimili.

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 07/12/2023 – A7R IV : FE 1.8/135mm GM