Miðnætursól við Mývatn, Vindbelgur í bakgrunni

Mývatn er einstakt

Mývatn, fjórða stærsta stöðuvatn landsins, 37 ferkílómetrar að stærð, er einstakt á margan hátt. Bæði náttúran og lífríkið, en vatnið liggur í tæplega 300 metra hæð yfir sjávarmáli á norðausturlandi, í klukkutíma fjarlægð frá Akureyri og Húsavík. Náttúrufar er afar sérstakt, mótað af miklum eldsumbrotum á svæðinu, en síðast gaus við Mývatn, við kröflu fyrir rúmum fjörutíu árum síðan. Mývatn er fremur grunt, og vatnið er þekkt fyrir fjölskrúðugt fuglalíf, t.d. verpa þar fleiri andategundir, en á nokkrum öðrum stað á jarðarkringlunni. Að ganga, hjóla eða keyra hringin í kringum vatnið, er svipað langt og eitt maraþonhlaup, eða um 40 km. Landbúnaður, og ferðaþjónusta eru helstu atvinnugreinar í Mývatnssveit. 

Jarðböðin í Mývatnssveit
Hverarönd, rétt austan við Mývatn
Grænavatn við Mývatn
Mývatn er áfangastaður allt árið
1 Frá Fuglasafni Sigurgeirs stofnað 2008

Mývatn 29/04/2024 : A7CR, RX1R II – FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson