Rúmlega tuttugu hús eru á safninu

Tímavélin Árbæjarsafn

Árbæjarsafn er stærsta útisafn landsins, þar sem hús frá 19. og byrjun tuttugustu aldar hafa flest verið flutt úr miðbæ Reykjavíkur, og mynda skemmtilega heild um sögu Reykjavíkur. Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni. Það var árið 1957 sem borgin samþykkti að endurgera eyðibýlið Árbæ, sem stendur á fallegum stað við Ártúnsbrekkuna, og breyta í safn, og færa gömul og merk hús úr miðborginni á lóð bóndabæjarins, sem var þá í útkanti höfuðborgarinnar. Nú er safnið í miðjum bænum, og er það einstaklega skemmtilegt heim að sækja, allan ársins hring, eins og útsendari Icelandic Times / Land & Sögu upplifði. Að heimsækja safnið er eins og fara í tímavél, sjá og upplifa horfna tíma, en rúmlega tuttugu hús mynda eins konar þorp, sem er einstaklega fjölskylduvænt að skoða. 

Stássstofa fyrir hundrað árum, plús
Menningarheimili frá byrjun síðustu aldar
Árbær og kirkjan á Árbæjarsafni
Árbæjarsafn, Breiðholt í bakgrunni
Árbæjarsafn, Breiðholt í bakgrunni
Kirkjan á Árbæjarsafni var upphaflega byggð á Silfrastöðum í Skagafirði árið 1842, og endurbyggð á Árbæjarsafni árin 1960-61
Baukur undir smákökur

Reykjavík 29/04/2024 : A7C R, A7C – FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson