Á miðnætti

Spáin var ekki svona, en þegar ég leit út um hálf tólf í gærkvöldi, lofaði kvöldið góðu. Við hér í Reykjavík myndum fá fallegt kvöld, svo ljósmyndari Icelandic Times / Lands og Sögu hentist niður í Reykjavíkurhöfn til að fanga stemninguna. Þarna voru ferðamenn, heimamenn á öllum allri að njóta þessarar einstöku fegurðar sem miðnæturbirtan gefur okkur, enda var bjartasta / stysta nótt ársins síðastliðna nótt. Myndin af veiðimanninum, er tekin klukkan 00:00 akkúrat á miðnætti.

Fólk standandi á Norðurgarði, við innsiglinguna inn í Reykjavíkurhöfn, klukkan 00:13

Veiðimaður við vitann á Suðurgarði, klukkan 00:00

Yfir Reykjavíkurhöfn klukkan 23:49

Reykjavík miðnætti 20-21/06/22 – A7R III, A7C – FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/24mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Skútur við bryggju Siglingaklúbbs Reykjavíkur, Brokey, undir Hörpu klukkan 23:58