Að upplifa Ísland, krefst útsjónarsemi. Að spila á veðrið, vera á réttum stað á réttum tíma. Síðan að nenna… ganga stundum lagt, hálfa dagleið, eða bara í ellefu mínútur til að komast upp á hól, eða niður í dalverpi til að sjá, en fyrst og fremst upplifa það sem náttúran býður upp á. Á mörgum stöðum á hálendinu, eins og í Landmannalaugum eða Kerlingafjöllum hittir maður mann og annan alltaf. Í Lónsöræfum eða Hornströndum nánast engan. Síðan eru það jöklarnirnir, sem þekja tíunda hluta landsins. Þar er veðrið óútreiknanlegt. Þar skal farið með gát, reyndar eins og á öllum stöðum utan alfaraleiðar, því þótt náttúran sé fögur, þá getur verið langt í viðbragðsaðila ef eitthvað fer úrskeiðis. Umfram allt er samt, að halda sínu striki, sjá og upplifa Ísland á tveimur jafnfljótum. Ekkert betra.






Ísland 30/07/2024 : RX1R II, A7R IV – 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100m GM, FE 1.8/135 GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson