Akureyri er fallegur bær, í botni Eyjafjarðar á miðju norðurlandi. Bær sem byrjaði að vaxa þegar hann fær kaupstaðarréttindi árið 1862. Í dag eru íbúarnir um 20 þúsund í þessum skóla-, menningar-, útgerðar- og verslunarbæ. Tvær byggðar eyjar, Grímsey nyrsta byggða ból landsins, og Hrísey, á miðjum Eyjafirði tilheyra Akureyri. Elstu heimildir um nafnið Akureyri eru frá 1562, en þá er kona á Akureyri dæmd fyrir að sænga hjá karli án þess að hafa giftingarvottorð. Það er veturgott á Akureyri, sem hjálpar til með framsýni íbúa að mikið af eldri húsum, skreyta bæinn. Icelandic Times / Land & Saga gekk um miðbæ Akreyrar og festi á filmu, hús sem heilluðu. Það er einstaklega gefandi að fara um á tveimur jafnfljótum og njóta andrúmsloftsins í þessum lang stærsta bæ landsins, utan suðvesturhornsins, og mynda þessar byggingar í svart hvítu. Það gerir stemminguna, húsin sem eru yfir eitt hundrað ára gömul, svo tímalaus.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Akureyri 03/03/2025 : A7C R, RX1R II : FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z