Borgarfjörður eystri og Víknaslóðir eyðibyggðin sunnan fjarðarins er eitt fallegasta svæði Íslands. Fjörðurinn er nyrstur Austfjarðar, sunnan Héraðsflóa, norðan Seyðisfjarðar. Rúmlega eitt hundrað manns búa í dag á Borgarfirði eystri, en Víkurnar fóru í eyði árið 1974, þegar síðasti ábúandinn í Húsavík austur flutti fyrir fimmtíu árum síðan, árið 1974. Um aldamótin 1900 bjuggu vel á þriðja hundrað manns á svæðinu, auk álfa og huldufólks, en margir telja að höfuðborg þeirra á Íslandi sé í Álfaborg, við tjaldsvæðið í Bakkagerði, þorpsins í Borgarfirði eystri. En þar er ekki bara vegleg tónlistarhátíð, Bræðslan haldin öll sumur, heldur er staðurinn, svæðið einstök náttúruperla fyrir okkur öll, alltaf, enda örstutt frá Egilsstöðum, klukkutími. Frá Reykjavík bætast bara nokkrir kílómetrar við, tæplega 800, eða 500 mílur, fyrir þá enskumælandi. Einn af stærstu sonum Íslands, listmálarinn Jóhannes Kjarval (1885-1972) bar barnskóna í Borgarfirði eystri.
Borgarfjörður eystri 07/09/2024 : A7R IV, RX1RII, A7R III – 2.0/35mmZ, FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135mm GM, FE 2.8/100mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson