Fyrsti landsleikur Íslands í knattspyrnu fór fram á Melavellinum 17. júlí 1946, og tapaðist 0-3. Ísland situr nú í sæti 60 á styrkleikalista FIFA (Alþjóða knattspyrnusambandsins) en komst hæst, akkúrat fyrir fjórum árum, 2018, þegar íslenska landsliðið var í 18 sæti. Íslenska kvennalandsliðið er nú í 16 sæti, tveimur sætum hærra en karlalandsliðið hefur nokkurn tíma náð. Stærsti sigur íslenska karla landsliðsins var í september 1985 gegn frændum vorum Færeyingum, 9-0 í Reykjavík. Stærsta tap liðsins var í ágúst 1967, þegar Ísland tapaði 14-2 gegn dönum í Kaupmannahöfn. Markahæstu menn frá upphafi eru Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Guðjohnsen, með 26 mörk hvor. Leikjahæstur er Birkir Bjarnason með 106 landsleiki, og enn að.


Reykjavík 22/03/2022 10:10 : A7C / 1DX : 2.8/21mm Z – EF 4.0/500mm
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson