Afmælisbarnið 79 ára

Lýðveldið átti í dag afmæli, 79 ár síðan við urðum sjálfstæð þjóð, þann 17. júní 1944, á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar Forseta. Hátíðarhöldin hafa breyst mjög mikið á síðustu árum. Nú er 17. júní, þjóðhátíðardagurinn, fyrst og fremst barnahátíð. Þar sem ungviðið fær blöðrur, pyslur og hlustar á barnalög í biðröð í leiktæki. Fyrir fullorðna er að fara niður á Austurvöll eldsnemma, til að hlusta á Forsætisráðherra og Fjallkonuna flytja erindi, síðan tekur við barnahátíðir með öllu tilheyrandi í öllum byggðum landsins. Icelandic Times / Land & Saga brá sér niður í miðbæ, til að upplifa stemninguna. Sem var svo sannarlega fjölskylduvæn og notarleg, enda veðrið blítt við alla landsmenn, sem er undantekning.

Fyrir 79 árum, var skítaveður, úrhellisrigning og mjög kalt. En þegar Jón Sigurðsson Forseti fæddist árið 1811, gerðu danskir landmælingamenn veðurathuganir þann dag, norður á Akureyri, þá var hlýtt og notalegt veður, 16°C. Í dag var svipað hitastig í Reykjavík, á Akureyri var nokkrum gráðum hlýrra. Kaldasti 17. júní í höfuðborginni var fyrir 66 árum, árið 1957, en þá var meðalhiti dagsins undir 3°C.

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 17/06/2023 : A7RIV : FE 1.2/50mm GM

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0