Listamaðurinn Einar Örn Benediktsson, heldur nú sýniguna, ,,afsakið ekkert hlé” hjá Listamönnum Gallerí, Skúlagötu 32. ,,Alveg eins og ekkert hlé hafi verið, leyfi ég mér að gægjast út úr helli mínum, og deila því sem á daga mína hefur drifið, síðan ég hélt síðast sýningu fyrir tveimur árum.” segir Einar Örn. Sýning Einars Arnar er unnin á pappír, með ótrúlega stemmingsfullri tónlist sem hljómar í sýningarsalnum og gerir sýninguna enn sterkari. Einar Örn er ekki bara þekktur fyrir myndlistarverk sín, hann er líka þekktur tónlistarmaður, ekki bara sem fyrsti pönkari Íslands, því í júní 1986 stofnaði hann ásamt Björk og nokkrum vinum Sykurmolana / Sugarcubes, líklega þekktustu hljómsveit íslandssögunnar. Sykurmolarnir störfuðu í sex ár, og hefur Einar Örn verið viðloðandi tónlist, myndlist og jafnvel stjórnmál síðan.
Reykjavík 30/03/2022 14:07 – 14:38 : A7C – A7R III : FE 1.4/24mm GM – FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson