Alþingi íslendinga, elsta löggjafarsamkoma í heimi, var stofnuð á Þingvöllum árið 930, fyrir 1095 árum. Síðan árið 1881, þegar núverandi þinghús er byggt, hefur starfsemi þjóðþingsins verið við Kirkjustræti við Austurvöll. Á síðustu árum og áratugum hefur starfsemi þingsins þanist út, og nú er svo komið að öll húsin á reitnum milli Reykjavíkurtjarnar og Austurvallar, við Kirkjustræti, Vonarstræti, Templarasund og Tjarnargötu eru skrifstofuhúsnæði undir starfsemi Alþingis, nema eitt, Oddfellowhúsið við Vonarstræti. Nýjasta húsið, Smiðjan, ný skrifstofubygging fyrir þingmenn, var tekin var í notkun um áramótin 2023-24. Byggingin, sem vann alþjóðlega samkeppni, er hönnuð af Studio Granda, Margréti Harðardóttur og Steve Christer. Þau hönnuðu líka Ráðhús Reykjavíkur, gegnt Smiðjunni. Elsta húsið á reitnum er frá árinu 1880, ári eldra en Alþingishúsið. Starfsmenn Alþingis eru rétt rúmlega eitt hundrað, auk starfsmanna þingflokka, aðstoðarmanna ráðherraog auk tilfalladi sérfræðinga. Alþingismenn eru 63, plús einn, því einn ráðherra, fjármálaráðherra Daði Már Kristófersson er ekki þingmaður. Icelandic Times / Land & Saga tók hringinn á alþingisreitnum.






Reykjavík 12/02/2025 : A7R IV – FE 1.8/14mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson