Gullfoss

Alveg milljón

Hagstofa Íslands var að birta tölur um gistinætur ferðamanna á síðasta ári. Þeim fjölgaði um milljón, eða um 11 prósent. Gistinætur á hótelum og öðrum gististöðum voru 9.5 milljónir, í stað 8.5 milljóna árið 2022. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum, nema tveimur, Vestfjörðum og Austurlandi, þeim landsfjórðungum sem eru lengst frá höfuðborginni / Keflavíkurflugvelli. Mest var fjölgunin á Vesturlandi eða 16 prósent, á Vestfjörðum var mest fækkun, eða sjö prósent. Reykjavík, höfuðborgarsvæðið var á pari við landsmeðaltalið. Flestar gistinætur voru á höfuðborgarsvæðinu, eða 3,5 milljónir, Suðurland er í öðru sæti með 2,8 milljónir gistinátta. Norðurland vestra sker sig úr, því það er sá landshluti sem fæstir, langfæstir, halla höfði. Gistinætur í fjórðungnum voru bara 182 þúsund, sem var þó aukning upp á 5 prósent. þrátt fyrir að landshlutinn sé fullur af einstakri sögu, og fegurð. 

Skógafoss
Seljalandsfoss
Dettifoss

Ísland 13/06/2024 : A7RIII, RX1R – FE 1.8/135mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson