Samkvæmt gömlum þjóðsögum eru bara þrír óteljandi hlutir í náttúru Íslands. Eyjarnar í Breiðafirði, vötnin á Arnarvatnsheiði og hólarnir í Vatnsdal. Allt staðir á vestur helmingi landsins. Vatnsdalshólar er víðáttumikil hólaþyrping í mynni Vatnsdals í Austur-Húnavatnssýslu. Hæstu hólarnir ná nærri 90 metra hæð yfir sjávarmáli. Talið að hólarnir hafi myndast við gríðarmikið berghlaup úr Vatnsdalsfjalli. Enda eru skriðuföll tíð úr fjallinu, en ein mannskæðasta skriða sem fallið hefur á Íslandi, var þarna árið 1545 þegar skriða eyddi bænum Skíðastöðum. Vestast í Vatnsdalshólunum eru þrír samliggjandi hólar, Þrístapar, þar fór fram síðasta aftakan á Íslandi þann 12. janúar 1830 þegar Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru hálshöggvin fyrir að drepa tvo menn. Öxin og höggstokkurinn voru fengin að láni frá Kaupmannahöfn, því ekki var til þesskonar verkfæri í landinu, en aftaka hafði ekki farið fram á Íslandi í 40 ár, síðan 1790. Um 150 manns voru viðstaddir aftökuna. Mikið hefur verið ritað um ævi Agnesar, meðal annars verðlaunabókin, Náðarstund, Agnes Magnúsdóttir, ást hennar, glæpur og aftaka, eftir ástralska rithöfundin Hönnu Kent.

Vatnsdalsfjall

Horft yfir Flóðið í Vatnsdal

Horft í vesturátt yfir Vatnsdalsá

Vetrarfegurð í Vatnsdal

Hestar á vetrarbeit á einum af óteljandi hólum í Vatnsdal

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Austur-Húnavatnssýsla  10/12/2023 –  A7R IV : FE 1.8/20mm G, FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM