Innblástur frá íslenskri náttúru
Anna María Sveinbjörnsdóttir er íslenskur skartgripahönnuður sem rekur sína eigin skartgripaverslun, Anna María Design, á einni af helstu verslunargötum borgarinnar, Skólavörðustíg 3, í hjarta Reykjavíkur. Anna María lærði bæði á Íslandi og í Danmörku og hefur rekið eigið fyrirtæki í meira en þrjá áratugi. Hönnun Önnu Maríu er í senn hrein, tímalaus og nútímaleg. Hún leggur mikla áherslu á smáatriði og handbragð og hefur næmt auga fyrir minnstu smáatriðum.
Skartgripirnir eru fyrir bæði konur og karla og innihalda silfur, gull, hvítt gull, íslenska steina sem og eðalsteina eins og demanta. Í versluninni má finna eitt stærsta úrval landsins af skartgripum með íslenskum steinum s aá borð við agat, mosagat, jaspis, basalt og hraun.
Þegar kemur að áherslum og stíl nefnir Anna María frjálsar og lífrænar formgerðir sem byggja á íslenskri náttúru. Ísland er umlukið Atlantshafi, og öldur þess veita skartgripahönnuðinum innblástur sem sést í mörgum skartgripum hennar þar sem öldulögun birtist á hringum, hálsmenum, armböndum eða eyrnalokkum. Filigree er fíngerð gerð af skartgripavinnslu sem venjulega er úr silfri og er þekkt í tengslum við íslenska þjóðbúninginn. Í sumum hönnunum Önnu Maríu má finna þessa einstöku fíngerðu vinnu sem endurspeglar íslenskar hefðir. -SJ