Þorpið Gjögur var stórútgerðarpláss fyrri helming síðustu aldar. Nú er íbúatalan 0. Fallegt er að horfa frá Gjögri yfir Reykjafjörð á Kamb til hægri og Byrgisvíkurfjall til vinstri.

Árneshreppur

Það eru 69 sveitarfélög á Íslandi. Lang fjölmennasta er auðvitað Reykjavík, þar býr þriðjungur þjóðarinnar. Það fámennasta er Árneshreppur norður á Ströndum, þar búa rétt um 40 einstaklingar. Sauðfjárrækt er það sem íbúarnir sýsla með, auk ferðaþjónustu um hásumarið, enda er vegurinn, númer 643, 100 km / 60 mi norður frá Hólmavík, ekki sá besti, mjór malarvegur úr Bjarnarfirði. Í vetur hefur þó vegagerðin ákveðið að ryðja hann tvisvar í viku, sem er mikil breyting fyrir íbúa og gesti, því vegurinn hefur verið meira og minna lokaður frá fyrstu snjóum og fram yfir páska. Eins var ríkisstjórnin að setja hálfa milljón dollara, í að leggja ljósleiðara norður í þessa afskektu byggð. Hrepp sem státar af flottri sundlaug, litlum flugvelli, tveimur kirkjum, sitthvoru megin við þjóðveginn í Trékyllisvík, og tveimur niðurlögðum síldarverksmiðjum, í Reykjafirði og Ingólfsfirði. Þær er er gaman að skoða.

Horft inn Ingólfsfjörð, síldarverksmiðjan þar var starfrækt á árunum 1944 til 1951.
Trilla sem má muna sinn fífil fegri, við höfnina á Gjögri.

Strandasýsla 12/05/2021 – A7R IV & A7R III : FE 1.4/50mm ZA, FE 20mm G & FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0