Fámenn þjóð eins og Ísland, með 400 þúsund sálir, verður að hafa góð samskipti við umheiminn. Auðvitað. Það er svo mikilvægt að geta stundað óheft viðskipti, menningarsamskipti, frítt flæði ferðamanna og tryggja öryggishagsmuni þjóðarinnar á viðsjárverðum tímum sem herlaus þjóð. Til að sinna þessum skyldum er Utanríkisþjónustan með tuttugu sendiráð, og síðan auðvitað skrifstofur hjá stofnunum sem við tilheyrum eins og NATO í Brussel, og SÞ í New York, og hjá vinar og frændþjóðum eins og í Færeyjum og á Grænlandi, þjóðir undir Dönum, lönd sem við höfum bæði átt einstaklega gott og öflugt samstarf við frá upphafi, enda næstu nágrannar.
Af tuttugu sendiráðum er Ísland er með þrjú í Afríku, í Malaví, Sierra Leone og Úganda. Þar er fyrst og fremst verið að hugsa um að miðla þekkingu og fjármunum til að bæta hag íbúa álfunnar. Í Asíu eru sendiráðin þrjú, í okkar helstu viðskiptalöndum, Indlandi, Kína og Japan. Í Ameríku eru sendiráðin tvö í Kanada og Bandaríkjunum, sendiráð sem sinna líka hagsmunum okkar í Rómönsku Ameríku. Þau eru tólf sendiráðin í Evrópu, auðvitað í Danmörku, þar sem fyrsta sendiráðið var opnað árið 1920. Síðan auðvitað á hinum Norðurlöndunum, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Síðan eru sendiráð í Austurríki, Bretlandi, Belgíu, Frakklandi, Póllandi, Rússlandi (lokað tímabundið) Sviss og í Þýskalandi. Núverandi Utanríkisráðherra er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem samþykkti á dögunum að opna nýtt sendiráð, í Madrid, höfuðborgar Spánar. En Spánn er það land sem flestir íslendingar flykkjast til, árið um kring. Auk þess að vera stærstu kaupendur af saltfiski, sem á árum áður var okkar aðal útflutnings varningur.
Heimurinn 09/12/2024 : A7R III, RX1R II + Hbl – FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1,8/14mm GM, FE 1.4/85mm GM… 110Z – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson