Snæfellsjökull að sumarnóttu.

Auðvitað Snæfellsnes

Ef maður hefur einn dag til að skoða Ísland, hvert ætti maður þá að fara? Auðvitað á Snæfellsnes, nesið er svolítið eins og Ísland í smækkaðri mynd. Yst og vestast á nesinu er Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, kenndur við eldfjallið Snæfellsjökull, eitt formfegursta fjall á landinu og þótt víðar væri leitað. Í þjóðgarðinum eru margir einstakir staðir að skoða eins og Þúfubjörg, Lóndrangar, Dritvík, og Svörtuloft, einstæð björg vestast á nesinu. En það er ekki bara náttúran sem heillar á Snæfellsnesi, falleg sjávarpláss, eins og Hellisandur, Rif og Stykkishólmur eru skemmtileg heim að sækja. Auðvitað líka Grundarfjörður með sitt Kirkjufell, eitt mest myndaða fjall landsins, og síðan Arnarstapi og Hellnar, einu byggðakjarnarnir á sunnanverðu nesinu. En milli þorpanna er frábær og einstaklega falleg gönguleið.

Lóndrangar og Þúfubjarg eru í Snæfellsjökulsþjóðgarði.

Snæfellsnes : A7R III – RX1R II : FE 1.4/50mm Z – 2.0/35mm Z
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0