Bertel Thorvaldsen

Bertel Thorvaldsen átti íslenskan föður, Gottskálk Þorvaldsson, og danska móður, Karen Degnes. Var faðir hans ættaður frá Reynistað í Skagafirði. Thorvaldsen fæddist í Danmörku og kom aldrei til Íslands. En uppruna sínum hélt hann þó á lofti og var í sambandi við marga Íslendinga. Hann gerði skírnarfontinn sem er í Dómkirkjunni í Reykjavík og þykir merkasti gripur kirkjunnar. Kom fonturinn hingað til lands árið 1839 og hafði Thorvaldsen frumkvæði að því.

Í tengslum við þjóðhátíðina 1874 gáfu dönsk stjórnvöld hingað líkneski af Thorvaldsen sem hann hafði gert sjálfur. Fólst í því viðurkenning á því að hann tilheyrði ekki síður Íslandi en Danmörku. Styttan var á Austurvelli frá 1875 þar til hún vék fyrir minnisvarða Jóns Sigurðssonar forseta árið 1931.  Sjá meira hér

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0