Verðlaunaafhending Vaxtarsprotann 2022, sem Áslaug Arna Nýsköpunarráðherra afhenti í Laugardalnum í morgunn. (efst til hægri)

Besti staður borgarinnar?

Ég var einhvern veginn harðákveðin þegar birti yfir borginni eld snemma í morgun að fara niður í Laugardal. Þar slær íþróttahjarta höfuðborgarinnar, og landsins alls með þjóðarleikvanga fyrir skauta, knattspyrnu, körfubolta, sund og frjálsar íþróttir og auðvitað handbolta. Þarna er stórt útivistarsvæði, tjaldsvæði Reykjavíkur, gróðrarstöð, veitingastaðir og auðvitað mikið mannlíf. Laugardalinn er gott að heimsækja, eins og sjá má þegar Land & Saga / Icelandic Times lagði leið sína í dalinn í dsg. 

Laugardalslaug, sem sumir segja að sé best sundlaug landsins.
Trjágöngin við Húsdýragarðinn
Útilistaverkið Fyssa eftir Þuríði Rúrí við Grasagarðinn
Ótrúlega margir eru enn á tjaldsvæðinu í Laugardal, eins og þessi belgísku hjón sem gista þar ofanjarðar
Systur eftir Ásmund Sveinsson
Börn, flóttamenn, nýkomin frá Úkraínu að skoða og upplifa Reykjavík í fyrsta sinn. Auðvitað send í Laugardal, til að að bæði sjá ráðherra, tjarnir tjöld og fugla

Reykjavík 15/09/2022 : A7R IV, A7C – FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/100mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0