Það eru bara tvær árstíðir á Íslandi, vetur og sumar. Sumarið er bjart, veturinn er dimmur og kaldur. Samt ekki, þegar snjórinn leggst yfir landið, þá birtir. Manni hlýnar… allavega um hjartaræturnar. Hér lítum við til baka, á veturinn, því sumarið er að taka við, næsta hálfa árið. Þegar íbúum landsins fjölgar milljónfallt, með öllum þeim farfuglum sem eiga hér sumarstað. Og auðvitað ferðamönnunum sem leggja sína leið hingað til að njóta náttúrunnar, þegar allt er í blóma, og birtan sem leggst í dvala yfir veturinn, nennir ekki taka sér lúr í júní og júlí.







Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Ísland 23/04/2025 – A7R III, A7R IV, RX1R II : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135mm GM, FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.4/24mm GM