Blómabærinn 

Blómabærinn 

Hveragerði, bær 50 km austur af Reykjavík varð til eftir seinna stríð, en árið 1941 bjuggu þar 140 manns. Fimm árum síðar bjuggu í þessum þorpi undir Kömbunum 400 manns. Nú eru íbúarnir í bænum rúmlega 3000 og fjölgar hratt. Blómabærinn eins og Hveragerði er stundum kallaður, enda er fjöldi gróðurhúsa vegna jarðvarma í og við bæinn. Fyrsta alvöru sundlaug landsins var byggð í Hveragerði, í Laugaskarði árið 1938, og lengd í 50 metra 1945, laugin er enn ein af þeim bestu í lýðveldinu, enda voru búnisklefar og aðstaða endurbyggð 2020. Í Hveragerði var líka fyrsta skyrgerð landsins, hjá Mjólkurbúi Ölfusinga, sem var stofnað 1928. Nafnið Hveragerði kemur til vegna þess að í miðjum bænum eru fullt af hverum, jarðhita. Sem er nýttur bæði til húshitiunar, í sundlaugina og í gróðurhúsin sem setja svo sannarlega sterkan svip á þennan sérstaka bæ. Næsta bæ við Reykjavík, ef maður ekur Hringveg 1, suður og austur.  

Glampar á Hveragerði frá Kömbunum
Hverir við / í Hveragerði
Reykjafoss í Varmá við sundlaugina í Laugaskarði
Blóm í gróðurhúsi í miðbæ Hveragerðis

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

08/03/2023 : A7C, RX1RII, A7R IV : FE 2.8/100mm GM, FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z