Borg verður til

Njarðargata, frá Hringbraut upp að Hallgrímskirkju  í sunnanverðu Skólavörðuholtinu byggðist upp milli 1920 og þrjátíu. Á þessum tíma var ekki bara mikil skortur á húsnæði í höfuðborginni, heldur var takmarkaður innflutningur á byggingarefni, vöruverð hátt, og erfitt að fá veðdeildarlán / húsnæðislán til húsbygginginga. Knud Zimsen sem var borgarstjóri Reykjavíkur á þessum tíma var á þeirri skoðun að ekki mætti gera of miklar kröfur í því húsnæðisleysi sem ríkti, því mestu skipti að fá þak yfir höfuðið, byggja. Hann mun hafa sagt við húsnæðislausa menn sem til hans leituðu í lok fyrra stríðsins: „Farið þið upp í holt og farið að byggja, ég skal láta ykkur hafa götulínuna“ Þannig varð Njarðargatan til. Einn af inngöngunum að miðbænum. 

Icelandic Times / Land & Saga gekk upp götuna, og festi á filmu eitt eða tvö augablik frá Hringbraut upp að Hallgrímskirkju. 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 26/05/2023 : A7C :2.8/21mm Z

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0