Frá Engjavegi að Suðurlandsbraut

Byggjum upp

Þegar horft er til framtíðar, þá er allt of lítið byggt á Íslandi. Hefur verið viðvarandi vandamál lengi. Ef við horfum á þróun síðustu áratuga sjáum við að undirtölur verðbólgumælinga á Íslandi hafa haldist í hendur, fyrir utan eina, húsnæðisverð.  Eins og Ólafur Margeirsson Hagfræðingur segir; það er framboðsskortur á húsnæði, fólksfjölgun á íslandi frá 2010 er um 25%. Sé horft á 10 ára aukningu í fjölda íbúðareininga (íbúðir í fjölbýli og sérbýli samtals) á landinu sem heild sést að síðustu ár hafa verið afskaplega slök í sögulegu samhengi. Það er þetta sem þarf að bæta! 

Þetta keyrir upp verðbólguna. Á síðasta ári voru byggðar rúmlega 3500 einingar í ein og fjölbýli það mesta í 17 ár, eða frá 2006. Í Reykjavík voru íbúðirnar 870, þær voru 550 í Hafnarfirði og 414 í Garðabæ, þetta voru þau sveitarfélög á landinu þar sem mest var byggt á síðasta ári. Betur má ef duga skal. Til að að allir fái húsnæði á viðráðanlegu verði, og halda verðbólgunni niðri, þarf að byggja meira. Miklu meira. Líka á landsbyggðinni. 

Byggingastarfsmenn að loknum vinnudegi
Við Valshlíð
Byggt nýtt fjölbýlishús við Valshlíð
Hornið á Hringbraut og Nauthólsvegi í byggingu
Nýtt hús í smíðum á horni Grensásvegs og Skeifunnar
Reykjavík 12/01/2024 -A7R IV, A7C : FE 1.8/135mm GM, 1.8/20mm G
 
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson