Dettifoss séður að austanverðu

Dettifoss, foss fossanna

Jökulsá á Fjöllum er önnur lengsta á landsins 206 km / 129 mi löng, og sú vatnsmesta. Áin kemur upp í Vatnajökli og rennur í norður út í Öxarfjörð. Áin er friðuð, hluti af Vatnajökulsþjóðgarði sem nær yfir tæp 13% af flatarmáli Íslands. Selfoss, Dettifoss og Hafragilsfoss mynda einstaka fossaröð í Jökulsá á Fjöllum, 35 km / 22 mi sunnan við Ásbyrgi. Icelandic Times heimsótti einmitt Dettifoss í síðustu viku, en þessi 100 m / 332 ft breiði og 45 m / 148 ft hái foss, á engan sinn líka í íslenskri náttúru, enda kraftmesti foss Evrópu. Auðvelt er að komast að fossaþrenningunni, vegur 862 liggur upp með Jökulsá á Fjöllum að vestanverðu og er hann með bundnu slitlagi. Vegur 864 sem liggur meðfram Jökulsá á Fjöllum að austan er aftur á móti grófur malarvegur og einungis fær fyrir jepplinga eða stærri bíla. Frá bílastæðunum beggja megin við Dettifoss er stutt og auðveld ganga í þetta öskrandi náttúruundur. 

Norðurþing 16/07/2021  12:34 35mm

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson
Myndin : Dettifoss séður að austanverðu

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0