Dettifoss séður að austanverðu

Dettifoss, foss fossanna

Jökulsá á Fjöllum er önnur lengsta á landsins 206 km / 129 mi löng, og sú vatnsmesta. Áin kemur upp í Vatnajökli og rennur í norður út í Öxarfjörð. Áin er friðuð, hluti af Vatnajökulsþjóðgarði sem nær yfir tæp 13% af flatarmáli Íslands. Selfoss, Dettifoss og Hafragilsfoss mynda einstaka fossaröð í Jökulsá á Fjöllum, 35 km / 22 mi sunnan við Ásbyrgi. Icelandic Times heimsótti einmitt Dettifoss í síðustu viku, en þessi 100 m / 332 ft breiði og 45 m / 148 ft hái foss, á engan sinn líka í íslenskri náttúru, enda kraftmesti foss Evrópu. Auðvelt er að komast að fossaþrenningunni, vegur 862 liggur upp með Jökulsá á Fjöllum að vestanverðu og er hann með bundnu slitlagi. Vegur 864 sem liggur meðfram Jökulsá á Fjöllum að austan er aftur á móti grófur malarvegur og einungis fær fyrir jepplinga eða stærri bíla. Frá bílastæðunum beggja megin við Dettifoss er stutt og auðveld ganga í þetta öskrandi náttúruundur. 

Norðurþing 16/07/2021  12:34 35mm

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson
Myndin : Dettifoss séður að austanverðu