Hiti hefur bara sex sinnum verið mældur yfir 30°C / 86°F á Íslandi, samkvæmt opinberum mælingum. Mestur hiti sem mælst hefur var þann 22 júní árið 1939 á Teigarhorni í Berufirði, rétt vestan við Djúpavog 30.5°C / 86.9°F. Öll hitametin eru frá síðustu öld. Djúpivogur stendur við sunnanvert mynni Berufjarðar og er syðsti bær Austurlands. Í dag er þetta rólegur laxeldis, útgerðarbær og ferðamannaþorp, með einstaka náttúru og fuglalíf bæði í Berufirði, og síðan í fjörðunum tveimur sunnan við bæinn, Hamarsfirði og Álftafirði. Verslunarsaga Djúpavogs er ein sú lengsta á Íslandi, og nær aftur til ársins 1589. Verslunarhúsið Langabúð, eitt af elstu húsum Íslands, byggt árið 1790, hýsir nú söfn og kaffihús. Í Gleðivík á Djúpavogi standa 34 egg í yfirstærð á ströndinni eftir listamanninn Sigurð Guðmundsson. Það er fjöldi þeirra fuglategunda sem eiga sér varpstað, heimkynni á þessu sérstaka svæði, sem er bæði óvenju þokusælt og sólríkt. Þó ekki á sama tíma.
Það eru fáir staðir á Íslandi sem líkurnar að rekast á hreindýr eru meiri um vetur en einmitt við Djúpavog. Þessir tarfar stóðu rétt við Hringveg 1, milli Djúpavogs og Teigarhorns.
Suður-Múlasýsla 31/03/2021 07:28 & 07:52 & 15/08/2020 – A7R IV & RX1R II : FE 1.4/50mm ZA, FE 200-600 G & 2.0/35 Z
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson