Í miðju kalda stríðinu, árið 1953 byggðu Bandaríkjamenn herstöð og radarstöð á Straumnesfjalli, norðan Aðalvíkur á Hornströndum. Starfsemin var lögð niður árið 1962, og hafa húsin staðið þarna uppi á þessu afskekta fjalli síðan. Minnisvarði um þá ólgu og spennu sem var á þessum tíma milli stórveldanna, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Það er alveg mögnuð upplifun að ganga úr Látrum í Aðalvík og skoða þessi mannvirki sem standa þarna uppi á Straumnesfjalli. Langafi barnana minna, sagði mér eitt sinn, en hann var úr Aðalvík, að á góðum degi upp á fjallinu mætti sjá Grænland í hillingum. Hvort það sé rétt skal ósagt látið, en af fjallinu er allavega styðst til Grænlands frá Íslandi, rétt rúmir 300 km / 180 mi.
Hornstrandir 20/08/2020 16:32 / 16:35 – A7R IV : FE 1.4/85mm GM & RX1R II : 2.0/35mm Z
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson