Rústirnar á Straumnesfjalli, sem rís 430 metra / 1411 ft yfir sjávarmál.

Draugahús

Í miðju kalda stríðinu, árið 1953 byggðu Bandaríkjamenn herstöð og radarstöð á Straumnesfjalli, norðan Aðalvíkur á Hornströndum. Starfsemin var lögð niður árið 1962, og hafa húsin staðið þarna uppi á þessu afskekta fjalli síðan. Minnisvarði um þá ólgu og spennu sem var á þessum tíma milli stórveldanna, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Það er alveg mögnuð upplifun að ganga úr Látrum í Aðalvík og skoða þessi mannvirki sem standa þarna uppi á Straumnesfjalli. Langafi barnana minna, sagði mér eitt sinn, en hann var úr Aðalvík, að á góðum degi upp á fjallinu mætti sjá Grænland í hillingum. Hvort það sé rétt skal ósagt látið, en af fjallinu er allavega styðst til Grænlands frá Íslandi, rétt rúmir 300 km / 180 mi.

Húsin eru eign íslenska ríkisins. Árið 1991 var tekið til hendinni, og svæðið hreinsað af eiturefnum og lausu drasli sem gat skapað hættu fyrir menn og málleysingja.

Hornstrandir  20/08/2020 16:32 / 16:35 – A7R IV : FE 1.4/85mm GM & RX1R II : 2.0/35mm Z
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0