Hekluvikur undir hlíðum Heklu

Drottningin, Hekla

Hekla er virkasta og líklega þekktasta eldfjall á Íslandi. Hekla er mjög ungt eldfjall, um 7000 ára gamalt, á mjög virkri sprungu þar sem sem Suðurlandsbrotabeltið og Suðurlandsgosbeltið mætast í uppsveitum Rangárvallasýslu á miðju suðurlandi. Undir fjallinu liggja stór kvikuhólf og þrær, enda hefur Hekla gosið oft síðan land byggðist, eða alls 18 sinnum á síðustu 900 árum. En stærstu gosin, sannkölluð hamfaragos voru fyrir fyrir landnám, fyrir 7000, 4500 og 2900 árum síðan. Síðast gaus Hekla um síðustu aldamót, árið 2000 litlu gosi. Síðasta stóra gosið í Heklu var árið 1947.  Frá landnámi gos Hekla árin, 1104, 1158, 1206, 1222, 1300, 1341, 1389, 1510, 1597, 1636, 1693, 1766, 1845, 1947, 1970, 1980, 1991, og árið 2000. Vísindamenn spá því, samkvæmt mælingum að Hekla sé komin á tíma. Þá er það bara spurning hvenær drottingin rumskar, og hvort þetta verði stórt eða lítið gos. Því geta vísindamenn ekki svarað. Náttúran er nefnilega óútreiknanleg.

Toppurinn á Heklu
Hekla séð frá norðvestri
Hraun í hlíðum Heklu
Hekla séð frá Torfajökulssvæðinu, þar sem hún rís 1491 metra upp úr hálendinu

 

2018-2021 : A7R IV, A7RIII, RX1R III : FE 2.8/90mm G, FE 1.4/85mm GM, FE 1.4/50mm Z, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0