Listasafn Einars Jónssonar í forgrunni, Hallgrímskirkja í bakgrunni

Efst á Skólavörðuholti

Arnarhólsholt, síðan 1793 Skólavörðuholt er hæsti punktur í miðborg Reykjavíkur. Þarna var stórgrýttur melur, jökulurð með góðu berjalandi. Nú er hæst á hæðinni Hallgrímskirkja (teiknuð af Guðjóni Samúelssyni) næst hæsta bygging í lýðveldinu, og kennileiti Reykjavíkur, vígð 1986. Þar við hliðina er Safn Einars Jónssonar, Hnitbjörg en safnið var vígt fyrir 99 árum, árið 1923. En Einar gaf íslensku þjóðinni öll sín verk árið 1909, sem Alþingi samþykkti 1914, og var í framhaldinu byggt safn eftir teikningu listamannsins sem opnað var árið 1923. Garðurinn sunnan við safnið er gersemi sem opin er allan sólarhringinn, allt árið.

Það eru fáir staðir í höfuðborginni, já á Íslandi sem er eins  fjölsóttur af ferðamönnum eins og Skólavörðuholtið. Icelandic Times / Land & Saga brá sér upp á hæðina í dag…. njótið.

Matsöluvagnar við Hallgrímskirkju, annar vinsælli en hinn
Listasafn Einars Jónssonar, Hnitbjörg, safn í 99 ár
Bílastæðin við garð Listasafns Einars Jónssonar

Róluvöllur, rétt norðan við styttu Leifs Heppna, við Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja, kennileiti höfuðborgarinnar, efst á Arnarhólsholti, nú Skólavörðuholti

 

A7R III, A7C : FE 1.8/20mm G, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0