Það er langt Ísafjarðardjúpið stærsti fjörður Vestfjarða. Fjörðurinn er 75 km langur, og tuttugu kílómetra breiður milli Stigahlíðar og Grænuhlíðar, þar sem hann opnast út í Grænlandssund. Að norðanverðu fyrir utan Jökulfirðina er bara ein vík í Ísafjarðardjúpi, Kaldalón. Að sunnaverðu eru afturámóti átta firðir við Ísafjarðardjúp. Syðstur er Ísafjörður, fallegastur er Skötufjörður rétt norðan við höfuðbólið Ögur, og nyrst er vík við Djúpið, en ekki fjörður, Bolungarvík. Þar rétt fyrir sunnan við Skutulsfjörð er Ísafjörður, höfuðstaður Vestfjarða. Þar búa um helmingur af íbúum Vestfjarða, menningarbær með sögu, menningu, flugvöll og Vestra knattspyrnufélag sem spilar í efstu deild. Ísafjörður státar af einstaklega góðu skíðasvæði og þótt Ísafjarðardjúp sé langt í akstri, státar Djúpið af einstakri náttúrufegurð, fuglalífi, jarðhita og logni sem fær mann og annan að gleyma bæði stund og stað.
Ísland 29/02/2024 : RX1RII, A7RIII : 2.0/35mm Z, FE 1.4/50mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 2.8/100mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson