Ölfusárbrú, tekin í notkun 1945

Ekkert & 400 m3/s

Það er ekkert sveitarfélag sem hefur vaxið hraðar á þessari öld á Íslandi en Árborg. Íbúar Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar sem mynda sveitarfélagið, hafa á þeim aldarfjórðungi síðan sveitarfélagið var stofnað, farið úr 5.500 íbúum í tæplega 12 þúsund. Nær öll fjölgunin hefur verið á Selfossi, sem varð til sem bær, í þjóðleiðinni yfir Ölfussá um 1930. Tveimur öldum áður var Eyrarbakki einn af stærstu bæjum landsins, enda einn af stærstu verslunarbæjum Einokunarverslunar Danakonungs á Íslandi, frá 1602 til 1787. Íbúar Eyrarbakka og Stokkseyrar eru álíka margir í dag og fyrir eitt hundrað árum, meðan öll fjölgunin í þessu fallega sveitarfélagi, í 45 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborginni, hefur öll verið á Selfossi. Fimmtungur íbúanna sækir vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða fjölgun íbúa hefur verið mikil uppbygging í miðbæ Selfoss, og næsta stóra framkvæmd, er að færa Hringveg 1, burt úr miðbænum, leggja hann norðan við bæinn með nýrri brú yfir Ölfusá, vatnsmestu á landsins, en meðalrennslið í gegnum Selfoss eru 400 m3/s. 

Selfosskirkja við Ölfusá, byggð 1954
Selfoss
Nýi miðbærinn Selfossi
Mjólkurbúið á Selfossi, ný mathöll, í nýja miðbænum
Stokkseyrarkirkja byggð 1886
Selfoss á Selfossi
Eyrarbakka kirkja frá árinu 1890
Húsið Eyrarbakka, frá árinu 1765

Árborg 01/10/2024 : A7CR, A7R IV – FE 2.4/40mm G, FE 1.4/85mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0