Í gærkvöldi opnaðist þriggja kílómetra löng sprunga, við Sandhnjúkagíga, norðan Grindavíkur. Það sem var sérstakt við þetta gos, að það var nánast engin viðvörun um að gos væri að fara að hefjast. Eldgosið gæti ekki verið á betri stað, fyrir innviði. Hraunið gengur hratt, 300 metrar á klukkustund, en mest í norður- og vesturátt, og hefur keyrt yfir og lokað þjóðveginum til Grindavíkur, en það er allt í bili. Grindavíkurvirkjun, Svartsengivirkjun og Bláa lónið eru örugg… eins og er.
Reykjavík 21/11/2024 : A7CR – FE 1,2/50mm GM
Mynd & texti : Páll Stefánsson