Þegar maður er að leita að mynd, myndum í myndasafni sem telur þúsundir mynda, rekst maður oft á myndir sem snerta mann. Myndir sem gaman væri að birta. Sýna Ísland eins og það er. Myndir sem hafa hvorki sögu eða tilgang; bara falleg augnablik sem maður datt um. Eða bara komu. Það sem vakti eftirtekt mína, upplýsingar sem er bara fyrir þá sem hafa verulegan áhuga á tækni hlið ljósmyndunar er að allar þessar ellefu myndir eru annaðhvort teknar á 35mm eða 85 mm linsur. Tilviljun? Nei, líklega eru 90% af þeim myndum sem ég tek, teknar á 35, 50 eða 85/100 mm fastar linsur. Kann ekki að nota súmm linsur. Hér eru ellefu myndir af Íslandi, eins og það er. Það er ekkert mál að taka svona myndir, það er bara leggja land undir fót, loka öðru auganu og smella af. Ef allt mistekst, og þú á elleftu stundu að ná góðri mynd, þá á ég eitt gott ráð. Halda norður á Rauðanúp, norður á Melrakkasléttu, þar er ekki hægt að mistakast að taka góða mynd eða myndir, enda eru Grjótnes, Skinnastaður og Ásbyrgi í næsta nágrenni.
Ísland 23/01/2025 : RX!R II, A7R III, A7R IV + GX680III – FE 1.4/85mm GM, 2.0/35mm Z + 110mm F
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson