Gudmundur Ármann Sigurjónsson

Endalaus innblástur í Eyjafirði

Listmálarinn og kennarinn Guðmundur Ármann Sigurjónsson hélt sína fyrstu sýningu á Mokkakaffi 1961 og hefur stundað list sína síðan ásamt kennslu. Hann heldur þá hefð í heiðri að halda út fyrir hússins dyr þegar veður er gott og fanga nærumhverfi sitt í nágrenni Akureyrar, árstíðirnar og birtuna á blað með vatnslitum

Eyðibýli við Eyjafjörð
Eyjafjarðara

„Ég fluttist hingað 1972, til Akureyrar, og var þá nýlega búinn að ljúka mínu myndlistarnámi í Svíþjóð. Eiginlega var það Hörður Ágústsson [myndlistarmaður, hönnuður, kennari og fræðimaður á sviði sjónlista] sem sendi mig hingað norður til að kenna myndlist. Stuttu seinna stofnaði ég Myndlistaskóla Akureyrar – sem þá hét Myndsmiðjan – og gerði það í samvinnu við Myndlistafélag Akureyrar. Hér hef ég unnið með mína

Vesturfjöllin við Eyjafjörð
Svalbarðsvitinn og Súlur

myndlist, grafík og olíumálverk, ásamt því að kenna nánast stanslaust frá þessum tíma.“

Helst ekki rigning og helst ekki frost

2014 fer Guðmundur svo á eftirlaun. „Það má segja að um það bil þá fer ég að mála með vatnslitum utandyra. Nú er það orðin hefð hjá mér að drífa mig út og mála, ef þannig viðrar – það má helst ekki rigna, sko,“ segir hann sposkur – „og hitastigið má helst ekki vera í mínus. En ég nýti tímann þegar færi gefst að fara út og hef mjög gaman af því, milli þess sem ég vinn á vinnustofunni minni í stórum olíumálverkum, og grafík.“

Útsýni frá Laufási
Eyjafjarðará
Fallegasti dalur á Íslandi

En hvað er það sem gerir umhverfið við Eyjafjörðinn svona sérstakt? Svo virðist sem hreinlega allt á svæðinu verði Guðmundi að innblæstri. „Já, það er alveg rétt. Ég þarf ekki að fara nema í hæsta lagi hálftíma leið til að vera kominn í Svarfaðardalinn, og sá staður býður upp á ótæmandi verkefni. Ásgrímur [Jónsson, listmálari] sagði alltaf að þetta væri fallegasti dalur á Íslandi, og hann sæi mest eftir því að hafa ekki uppgötvað hann fyrr en hann var kominn á efri ár. Það er óendanlega mikið af fallegum mótífum í Svarfaðardal og Tröllaskaginn í heild, hann er bara ævintýri út af fyrir sig.“

Staðarbyggðarfjall
Eina leiðin til að ná birtunni á blaðið

Aðspurður segist Guðmundur hafa valið sér vatnsliti til að fanga landslagið í kringum Eyjafjörðinn því þeir séu heppilegastir til að mála utandyra, eins og hann hefur gert undanfarin ár. „Það gerist allt miklu hraðar með vatnslitum. Olían og akrýllinn, það er miklu meira í kringum það, svo margt sem þú þarft að taka með þér. Ég hef notað vatnsliti frá upphafi, en það má segja að þegar ég kynntist nokkrum málurum frá Svíþjóð, Færeyjum, Noregi og Danmörku, þá sá ég að þeir notuðu vatnslitina svolítið öðruvísi en ég hafði áður kynnst. Í staðinn fyrir að bera vatnslitinn á þurran pappír með penslum eru notaðir penslar sem halda miklu vatni og oft er þá málað á votan pappír, litirnir látnir flæða og blandast án þess að pensla mikið. Ég er þá ekki að nota penslana til annars en að stjórna flæðinu og litnum sem passar við þá birtu sem ég er að fást við hverju sinni, að mála himinn eða speglun í vatni eða annað.“

Hörgá og Staðarhnjúkur

Slíkt flæði kallast vott í vott aðferðin, að sögn Guðmundar, og hana hafa norrænir listamenn á borð við Lars Lerin, Anna Törnquist og fleiri tileinkað sér. „Þessi aðferð býður upp á miklu meiri birtu. Það verður til birta sem þú nærð aldrei öðruvísi og það er viðfangsefni mitt í verkunum – að fanga landslagið, árstíðina, og birtuna.“

Eyjafjarðará og Staðarbyggðarfjall

Texti: Jón Agnar Ólason

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0