Föstudaginn 10. nóvember kl. 12 fjallar Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, um nýútkomna bók sína, Leitin að klaustrunum, sem Sögufélag hefur gefið út í samstarfi við Þjóðminjasafnið. Í fyrirlestrinum mun Steinunn sérstaklega beina sjónum sínum að kenningu um að Valþjófsstaðahurðin, einn merkasti forngripur Íslendinga, hafi upprunalega verið hurðin að klaustrinu að Keldum.
Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og að honum loknum verður gengið að Valþjófsstaðahurðinni sem er á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins.
Þjóðminjasafn Íslands
Suðurgata 41
101 Reykjavík
Sími: 530-2200