Arnarfjörður, er annar stærsti fjörður Vestfjarða eftir Ísafjarðardjúpi. Fjörðurinn er mjög fámennur, einstaklega fallegur, og með náttúruperlur og veðurfar sem er einstakt. Við þennan 30 km langa og tæplega 7 km breiða fjörð búa rétt innan við 500 íbúar. Í Arnarfirði er maður svo sannarlega kominn í annan heim, þó það séu rétt innan við 400 km frá Reykjavík til Bíldudals. Reyndar eru það 400 óvenju langir kílómetrar, því þegar maður er hálfnaður úr höfuðborginni versnar vegurinn, vegakerfið á sunnanverðum Vestfjörðum er nefnilega það versta á Íslandi. Langir vondir malarkaflar. Það eru þó bjartara framundan, því miklar vegabætur eru nú í gangi, svo eftir nokkur misseri, örfá ár, verður auðveldara heim að sækja Arnarfjörð, sem svo sannarlega er þess virði að heimsækja. Jafnvel strax í sumar, því veðrið þarna er einstaklega sumargott.
Arnarfjörður : A7RIII – RX1R II, A7R IV : FE 1.4/24mm GM- 2.0/35mm Z – FE 2.8/90mm GM – FE 1.2/50mm GM – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson