Garðar BA 64 er elsta stálskip Íslands, byggður árið 1912, sama ár og Titanic, hjá Askers Mek skipasmíðastöðinni í Noregi og þá til hvalveiða í Suður-Íshafinu við Suðurskautslandið. Var báturinn sérstaklega styrktur til siglinga í ís, með 9 mm þykkt stál að framan. Báturinn er keyptur til landsins í janúar 1945, breytt til fiskveiða, og næstu áratugina áttu nokkrir útgerðarfyrirtækið skipið, en útgerðarfélagið Patrekur á Patreksfirði kaupir skipið 1974. Næstu ár er Garðar einn af aflahæstum bátum vertíðanna. Garðar er síðan afskráður í lok árs 1981, og siglt á fullri ferð upp í fjöruna í Skápadal í Patreksfirði, á háflóði. Þarna í fjörunni stendur hann, hinn 110 ára gamli Garðar, gestum og gangandi til sýnis, allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Patreksfjörður 27/03/2021 12:47 – A7R III : FE 1.8/20mm G
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson