Bölti í Skaftafelli, Vatnajökulsþjóðgarði, Skaftafellsfjöll í bakgrunni

Ferðamenn & fjós

Icelandic Times / Land & Saga lagði land undir fót nú í lok vetrar. Hélt austur á bóginn frá Reykjavík. Á þessum árstíma, í lok mars, byrjun apríl er birtan fallegust. loftið tært, vetur að breytast í vor. Allra veðra von. Hér eru svipmyndir, stemmingar sem mættu okkur í illviðri, roki, rigningu og snjókomu. Ísland eins og það er best og verst. Hringvegurinn lokaður, austan við Höfn í Hornafirði, en þá er eitthvað annað að sjá og upplifa. 

Sjálfsmynd á toppi Dyrhólaeyar í hífandi roki og rigningu
Ferðamenn við Fjallsárlón, vestan við Jökulsárlóni í Öræfasveit
Rok og rigning við vitann á Dyrhólaey, syðsta odda Íslands
Aldrei í tæp 45 ár, hef ég séð eins lítið af ísjökum á Jökulsárlóni, samt voru þarna hundruðir ferðalanga að skoða og upplifa
Hreindýr í Suðursveit, austan við Jökulsárlón

 

Álftir í Hornafirði
Fjósið og hlaða á bóndabæ í Lóni, Austur-Skaftafellssýslu

Ljósmyndir og texti: Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0