Fimm mínútur

Það sem er svo frábært við Ísland, þrátt fyrir þéttbýli í strjálbyggðu landi, hve stutt er í náttúruna. Oftast bara fimm mínútur í bíl. Samkvæmt Eurostat sem heldur utanum tölfræði Evrópu er Ísland númer tvö yfir hlutfall íbúa sem búa í þéttbýli. Mónakó er númer eitt, og Vatíkanið sem sýna 820 prestlærðu íbúa er ekki talið með sem sjálfstætt ríki, enda ekki með ríkisstjórn og þing. Af íbúunum þar hafa ekki nema 450, rúmlega helmingur Vatíkanskt vegabréf. Númer þrjú er Belgía. Litháen og Írland deila neðsta sætinu, þar sem hlutfallslega flestir íbúar búa í smáþorpum eða þá á bóndabýlum.

Það tekur ekki nema fimm mínútur að komast í óspillta náttúru að Hafravatni frá Úlfarsárdal eða Grafarholti í Reykjavík. Svipað úr miðborginni vestur á Gróttu eða úr Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi upp í Heiðmörk. Svipaðan tíma tekur fyrir Akureyringa að komast í Kjarnaskóg, eða Bolvíkinga í Skálavík, Ísfirðinga í Tungudal, Sauðkræklinga á Hegranes, Norðfirðinga að vitanum. Eða Grindvíkinginga að ganga að nýja hrauninu, nei það tekur skemmri tíma, innan við mínútu frá efstu húsum.

Fimm mínútur er ekki langur tími til sjá og upplifa náttúruna, jafnvel núna þegar það er bæði dimmt og kalt. Það er okkar upplifun hjá Icelandic Times /Land & Sögu að þessi tími er jafn góður og hver annar.

Hafravatn og Hafrahlíð í fimm mínútna fjarlægð frá höfuðborginni

Við Gróttu, vestasta hluta höfuðborgarsvæðisins, 5 mínútur rúmar frá miðborginni, perla fyrir náttúruunnendur

Enhver heima?

Foss og fegurð í fjallinu Lala, við Hafravatn, 5 mínútur frá Úlfársdal

Horft yfir Hafravatn að Grafarholti í Reykjavík

Grafarholt, efsta hverfi höfuðborgarinnar, steinsnar frá náttúrunni

Reykjafell rís upp norðaustan við Hafravatn

Reykjavík 20/01/2024 – A7C, A7R IV : 1.8/20mm G, FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson