Fjaðrárgljúfur, Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu

Fjaðrárgljúfur friðað og keypt

Það var 2. nóvember 2015, sem Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber frumsýndi tónlistarmyndbandið fyrir lagið I´ll Show You, þar sem Fjaðrárgljúfur léku aðalhlutverkið. Tæpur hálfur milljarður manna hefur horft á þetta myndband sem kom þessu stutta en fallega gljúfri, rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur á kortið. Eitt af stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins Arctic Adventures hefur nú keypt gljúfrin og landið umhverfis þau, og ætla að setja verndun og uppbyggingu svæðisins í forgang, en Fjaðrárgljúfur er í 250 km / 150 mi fjarlægð frá Reykjavík. Guðlaugur Þór Þórðarson friðlýsti Fjaðrárgljúfur í maí 2024. Friðlýsingin var unnin í góðu samstarfi við fyrri eigendur og sveitarfélagið. Á síðasta ári sóttu um 350 þúsund ferðamenn, Fjaðrárgljúfur heim. Arctic Adventures eiga einnig Kerið í Grímsnesi, einn af mest sóttu ferðamannastöðum landsins, og taka við Fjaðrárgljúfri, eftir kaupin þann 1. janúar 2025.

Fjaðrárgljúfur, Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu
Kerið, Grímsnesi, Árnessýslu
Fjaðrárgljúfur, Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu
Fjaðrárgljúfur, Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu
Fjaðrárgljúfur, Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu
Fjaðrárgljúfur, Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu

Ísland 11/10/2024 :  A7R IV, RX1R II – FE 1.4/24mm GM, FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson