Reykjavík, og reyndar allt höfuðborgarsvæðið liggur að mestu eftir strandlengjunni frá Kjalarnesi í norðri og alla leið suður fyrir Hafnarfjörð. Á þeirri leið fer maður út Seltjarnarnesið, þar sem höfuðborgin og samnefnt sveitarfélag liggja, út Kársnes í Kópavogi, og Arnarnes og Álftanes í Garðabæ. Til landsins, í allar áttir nema í vestur eru fjöll og firnindi. Næst er Esjan í norðri, síðan Hengill, Vífilsfell, Bláfjöll og síðan Reykjanesskaginn, með Keili. í suðsuðvestri. Icelandic Times / Land & Saga fangaði fjöllin við höfuðborgina í lit, sem á þessum árstíma er eintóna, svartur og hvítur.






Reykjavík 25/01/2024 – A7RIV : FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson