Askja, það gæti verið stutt í eldgos þar, en land hefur risið þar um meter þar á skömmum tíma. Gos í Öskju eru stór

Fjallmyndarleg nöfn

Esja, Katla, Hekla, Askja, síðan Herðubreið, Skjaldbreið, Tindastóll og Kaldbakur. nöfn á fjöllum sem við öll þekkjum. Falleg og einstaklega sterk nöfn sem eru svo einstaklega táknræn fyrir land og þjóð, en ekki síður tungumálið sem hefur lifað með okkur í næstum 12 aldir. Fjallanöfn sem hafa síðan endað á bifreiðaumboðum, útgerðafélagi, kjötiðnaðarstöð, íþróttafélagi, og menningarmiðstöð austur á fjörðum. Því þetta eru sterk nöfn á fjallmyndarlegum fjöllum. 

Kaldbakur við Eyjafjörð
Katla, gaus síðast árið 1918
Tindastóll frá Hofsósi
Esjan í vatrarklæðum
Herðubreið, fallegasta fjall landsins að mati landsmanna
Hekla, hér í síðasta gosi, mjög litlu árið 2000
Skjaldbreið rétt norðan við Þingvelli

Ísland 18/08/2024 : A7R IV, RX1R II – 2.0/35mm Z, FE 1.4/85mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson