Álftir á Lóni í Lónssveit

Fjögur þúsund ferðamenn

Það er svo gaman að fletta upp og skoða tölur frá Hagstofu Íslands. Þær segja svo margt. Elstu tölur um ferðamenn til Íslands eftir þjóðerni eru sjötíu og sjö ára gamlar, frá árinu 1947. Þremur árum eftir að við verðum sjálfstæð þjóð. Það ár komu 4.389 ferðamenn til landsins, margir væntanlega í viðskiptaerindum. Danir voru flestir eða 1706, Bandaríkjamenn voru 1.496. Þessar tvær þjóðir voru með tæp 70% af þeim ferðalöngum sem sóttu okkur heim. Norðmenn voru 399 í þriðja sæti, Stór-Bretar í því fjórða, en þeir voru 391. Í fimmta sæti voru Svíar en fyrir 77 árum komu hingað 166 einstaklingar frá konungsríkinu. Á síðasta ári komu rúmar 2.2 milljónir ferðamenn til Íslands, þar af  631 þúsund frá Bandaríkjunum, tæpur þriðjungur, næstir eru Stór-Bretar tæplega 300 þúsund, meðan Þjóðverjar sem eru í þriðja sæti, voru 135 þúsund. Þessar þrjár þjóðir eru með tæplega helming (46%) af þeim ferðamönnum sem sóttu Ísland heim á síðasta ári (2023).

Skjálfandaflói
Hestar á Tjörnesi, Lundey á Skjálfanda í bakgrunni
Höfnin Ísafirði
Hálskirkja í Fnjóskadal, vígð árið 1859

Ísland 30/10/2024 :  A7R IV – FE 1.8/235mm GM, FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM, FE 1.8/20mm G – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0