Þann fimmtánda febrúar 2024 urðu íbúar lýðveldisins 400 þúsund, samkvæmt Þjóðskrá. Fyrir 56 árum, árið 1968 náðum við að verða 200 þúsund, og 300 þúsund 48 árum síðar, árið 2006. Auðvitað eru þetta tímamót, en í dag eru fleiri sem flytjast hingað, en fæðast. Svo það er erfitt, samkvæmt viðtali við Hildi Ragnars Forstjóra Þjóskrá Íslands á visi að negla niður, fjögurhundruðþúsundasta einstaklinging. Var það barn fætt á fæðingardeildinni á Akureyri, farandverkamaður frá Búlgaríu, verkfræðingur frá Venúsavela, eða skiptinemi frá Sapporo. Fimmtungur þjóðarinnar er nú fæddur annars staðar en hér heima. Nær allir íbúar landsins búa á suðvesturhorninu. Það er sláandi á góðu korti sem Sara Rut Fannarsdóttir gerði fyrir visi.is, hve fáir búa í hinum dreifðu byggðum landsins. Af 400 hundruð þúsund íbúum landsins búa einungis 7.478 á öllu norðvesturlandi. Á öllum Vestfjörðum búa margfalt fleiri eða 7.510 einstaklingar, 32 fleiri, meðan höfuðborgarsvæðið er með vel yfir 250 þúsund íbúa.





Ísland 22/02/2024 : RX1RII, A7RIII : 2.0/35mm Z, FE 2.8/90mm G, FE 1.2/50mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson