Það er Reykjavíkurborg, sem sér um að fella trén, enda er borgin landeigandi Öskjuhlíðar

Flugvöllurinn undir Öskjuhlíðinni

Það var í seinni heimsstyrjöldinni, þann 10. maí 1940 sem bretar sem hernema Ísland. Eitt af þeirra fyrstu verkum var að reysa varanlegan flugvöll, Reykjavíkurflugvöll, í Vatnsmýrinni rétt sunnan við miðbæinn. Íslendingar fengu full yfirráð yfir flugvellinum í stríðslok, og hefur völlurinn verið miðstöð innanlands- og sjúkraflugs síðan. Síðustu áratugi hefur verið deilt um það hvort flugvöllur eigi að liggja í miðri höfuðborginni, á besta byggingarsvæði Reykjavíkur. Tillögur um flugvöll á Lönguskerjum í Skerjafirði, milli Álftanes og Seltjarnarnes, í Hvassahrauni rétt suður af Hafnarfirði, eða á Hólmsheiði, ofan Grafarholts hafa allar verið skoðaðar, án niðurstöðu, og því er flugvöllurinn enn í Vatnsmýrinni. Nú er verið fella tré í Öskjuhlíðinni, tré sem starfsmenn flugvallarins plöntuðu þar fyrir tæpum 70 árum. En önnur flugbrautinn er nú lokuð, líka fyrir sjúkraflug, þar sem tréin við enda brautarinnar eru orðin of há fyrir flugtak og lendingu. Fella þarf allt að 1.400 tré svo fyllsta öryggis sé náð. Icelandic Times / Land & Saga skrapp í Öskjuhlíðina, þar sem líklega er stærsti skógur höfuðborgarinnar, með trjám sem ná tæpa tuttugu metra upp í loftið, við enda Reykjavíkurflugvallar.
Vindbelgur við austur, vesturbrautina
Horft í austur, eftir lokaðri austur, vesturbrautinni, Öskjuhlíð í bakgrunni
Eitt mjög hátt tré horfið
Trén merkt til fellingar
Fyrir sjötíu árum var Öskjuhlíðin, bara melar og grjót
Byrjað að fella hæstu trén
Reykjavík 17/02/2025 :  A7C R, A7R IV – FE 1.4/24mm GM, FE 1.8/135mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0