Hönnuðurinn Búi Bjarmar Aðalsteinsson fer fyrir sýningunni Hagvextir & saga þjóðar, í Gallery Port. Þar sýnir hann ásamt listamönnunum Brynjari Sigurðssyni, Hönnu Dís Whitehead og Rúnu Thors, sýningu þar sem rýnt er í hvernig okkur gengur sem þjóð að ráðstafa takmörkuðum auðlindum. Búi Bjarmar segir að hugmyndin hafi kviknað í bíl á rauðu ljósi, á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar, þar sem fréttaþulur fór yfir helstu fréttir dagsins, sem voru fyrst og fremst tölur. Horfur á húsnæðismarkaði, áætlanir Fiskistofu um stofnstærð nytjafiska, hækkun stýrivaxta, og vindinn í metrum á sekúndu. Úrkomu í millimetrum og mælingar á jarðrisi á Reykjanesi. Sýningin sýnir þetta og hitt, á skemmtilegan hátt, fær okkur að jafnvel að hugsa um hagvöxt, stofnstærð sauðfjár, og sjá fyrrum forseta lýðveldisins í sauðalitunum.







Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavik 12/04/2025 – A7C R, RX1R II : FE 1.8/20mm G, 2.0/35mmZ
Myndatextar :