Forsetar & ferðamenn á vegg

Hönnuðurinn Búi Bjarmar Aðalsteinsson fer fyrir sýningunni Hagvextir & saga þjóðar, í Gallery Port. Þar sýnir hann ásamt listamönnunum Brynjari Sigurðssyni, Hönnu Dís Whitehead og Rúnu Thors, sýningu þar sem rýnt er í hvernig okkur gengur sem þjóð að ráðstafa takmörkuðum auðlindum. Búi Bjarmar segir að hugmyndin hafi kviknað í bíl á rauðu ljósi, á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar, þar sem fréttaþulur fór yfir helstu fréttir dagsins, sem voru fyrst og fremst tölur. Horfur á húsnæðismarkaði, áætlanir Fiskistofu um stofnstærð nytjafiska, hækkun stýrivaxta, og vindinn í metrum á sekúndu. Úrkomu í millimetrum og mælingar á jarðrisi á Reykjanesi. Sýningin sýnir þetta og hitt, á skemmtilegan hátt, fær okkur að jafnvel að hugsa um hagvöxt, stofnstærð sauðfjár, og sjá fyrrum forseta lýðveldisins  í sauðalitunum.

Hagvextir og saga þjóðar, Gellery Port
Hagvextir og saga þjóðar, Gellery Port
Hagvextir og saga þjóðar, Gellery Port
Hagvextir og saga þjóðar, Gellery Port
Hagvextir og saga þjóðar, Gellery Port
Hagvextir og saga þjóðar, Gellery Port
Gallery Port, Hallgerðargötu, Reykjavík

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavik 12/04/2025 – A7C R, RX1R II : FE 1.8/20mm G, 2.0/35mmZ
Myndatextar :