Hér sést línubáturinn Háey 1, ÞH295 nýjasta skipið í íslenska fiskiskipaflotanum, sigla inn í Reykjavíkurhöfn. Báturinn sem er 30 brúttó tonna plastbátur, 13,25 metra langur og verður gerður út af GPG Seafood frá Raufarhöfn. Stað sem er lang lengst frá Reykjavík, sjóleiðina. Útgerðarfyrirtækið GPG Seafood, sem lét smíða bátinn hjá Víkingbátum á Esjumelum, er með starfsemi á þremur stöðum á norðausturhorninu, Húsavík þar sem höfuðstöðvarnar eru og síðan á Raufarhöfn og Bakkafirði, sum sumir segja að sé einn fallegasti staður á Íslandi.
Reykjavík 09/11/2021 14:41 – A7C : FE 2.5/40mm G
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson