Komið inn á Síldarminjasafnið á Siglufirði, vel upp sett og frábært safn

Frábært í Fjallabyggð

Í Fjallabyggð búa nú um tvö þúsund manns, í þessu nyrsta stóra bæjarfélagi á Íslandi, en Siglufjörður og Ólafsfjörður tilheyra sveitarfélaginu við utanverðan Eyjafjörð vestanmegin. Þarna eru ekki bara fjöll, og bestu skíðabrekkur landsins, heldur frábær söfn, og andrúm sem á engan sinn líkan á Íslandi. Icelandic Times / Land & Saga skrapp í heimsókn, enda er þarna Pálshús menningarhúsið á Ólafsfirði, Síldarminjasafnið á Siglufirði, og Alþýðuhús Aðalheiðar S. líka á Siglufirði, allt staðir/söfn sem eru einstakir. Já frábærir. Það er örstutt frá Akureyri þangað norður, rétt rúmur hálftími. Frá Reykjavík, fimm tímar, á góðum vetrardegi. 

 

Aðalheiður S. bæjarlistamaður Fjallabyggðar… jafnvel meira
Verk eftir Aðalheiði, en í yfir 30 ár hefur listakonan unnið verk í þrívídd
Hvað eru húsin mörg á Kleifum við Ólafsfjörð á myndinni?
Síldarminjasafnið á Siglufirði
Pálshús á Ólafsfirði
Bátafloti Ólafsfirðinga, til sýnis í Pálshúsi

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
15/02/2023 : A7R IV, A7C, RX1R II : FE 1.8/135mm GM, FE 1.8/20mm, 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0